Stenson varði titilinn í Dubai 23. nóvember 2014 13:19 Stenson elskar að spila í Dubai AP Henrik Stenson valdi góðan tíma til þess að verja sinn fyrsta titil á ferlinum en hann sigraði á DP World Tour Championship í Dubai sem kláraðist í dag. Mótið er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á ári hverju en fyrir hringinn deildi Stenson forystunni með Spánverjanum Rafa Cabrera-Bello á 14 höggum undir pari. Sá síðarnefndi höndlaði ekki pressuna og spilaði sig úr mótinu á seinni níu holunum á lokahringnum með tveimur tvöföldum skollum í röð. Það leit líka út fyrir að pressan væri að ná til Stenson á tímabili á lokahringum en eftir að hafa fengið þrjá fugla snemma á hringnum fékk hann skolla á áttundu holu og tvöfaldan skolla á þá elleftu. Það setti aldeilis spennu í mótið en Rory Mcilroy skilaði inn hring upp á 68 högg eða fjóra undir pari til þess að jafna við Stenson sem átti þó nokkrar holur óleiknar. Sá sænski nældi sér þá í tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að sigra mótið annað árið í röð en hann endaði á 16 höggum undir pari samtals, tveimur á undan Ryder-liðsfélögum sínum, Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson. DP World Tour Championship er lokamót ársins á Evrópumótaröðinni og höfðu aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar þátttökurétt. Henrik Stenson fékk rúmlega 155 milljónir íslenskra króna í sinn hlut fyrir að sigra mótið ásamt bónusávísun upp á rúmlega 100 milljónir fyrir að enda í öðru sæti á stigalista mótaraðarinnar í ár. Rory McIlroy var stigahæsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í ár enda sigraði hann á tveimur risamótum. Hann fékk 80 milljónir fyrir annað sætið í mótinu um helgina ásamt bónusávísun upp á 150 milljónir fyrir að sigra á mótaröðinni. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Henrik Stenson valdi góðan tíma til þess að verja sinn fyrsta titil á ferlinum en hann sigraði á DP World Tour Championship í Dubai sem kláraðist í dag. Mótið er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á ári hverju en fyrir hringinn deildi Stenson forystunni með Spánverjanum Rafa Cabrera-Bello á 14 höggum undir pari. Sá síðarnefndi höndlaði ekki pressuna og spilaði sig úr mótinu á seinni níu holunum á lokahringnum með tveimur tvöföldum skollum í röð. Það leit líka út fyrir að pressan væri að ná til Stenson á tímabili á lokahringum en eftir að hafa fengið þrjá fugla snemma á hringnum fékk hann skolla á áttundu holu og tvöfaldan skolla á þá elleftu. Það setti aldeilis spennu í mótið en Rory Mcilroy skilaði inn hring upp á 68 högg eða fjóra undir pari til þess að jafna við Stenson sem átti þó nokkrar holur óleiknar. Sá sænski nældi sér þá í tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að sigra mótið annað árið í röð en hann endaði á 16 höggum undir pari samtals, tveimur á undan Ryder-liðsfélögum sínum, Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson. DP World Tour Championship er lokamót ársins á Evrópumótaröðinni og höfðu aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar þátttökurétt. Henrik Stenson fékk rúmlega 155 milljónir íslenskra króna í sinn hlut fyrir að sigra mótið ásamt bónusávísun upp á rúmlega 100 milljónir fyrir að enda í öðru sæti á stigalista mótaraðarinnar í ár. Rory McIlroy var stigahæsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í ár enda sigraði hann á tveimur risamótum. Hann fékk 80 milljónir fyrir annað sætið í mótinu um helgina ásamt bónusávísun upp á 150 milljónir fyrir að sigra á mótaröðinni.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira