Henrik Stenson í kunnuglegri stöðu í Dubai 21. nóvember 2014 15:58 Stenson leiðir eftir tvo hringi. AP/Getty Svíinn Henrik Stenson kann greinilega vel við sig í Dubai en hann er í forystu á DP World Championship mótinu sem fram fer á Jumeirah vellinum. Stenson, sem sigraði í mótinu í fyrra með sex högga mun, er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið á 66 höggum í dag eða sex undir pari. Hann á tvö högg á næstu menn sem eru þeir Danny Willett, Richie Ramsey og sjálfur Rory Mcilroy en þeir eru allir á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Margir sterkir kylfingar eru síðan á fimm, sex eða sjö höggum undir pari og því má Stenson búast við harðri baráttu um helgina ef hann ætlar að verja titilinn. Tilþrif dagsins í dag átti þó Írinn Shane Lowry en hann leiddi mótið eftir fyrsta hring. Hann fór holu í höggi á 13. holu sem er 190 metra löng en hann lék ekki eins vel og í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann deilir fimmta sætinu með nokkrum öðrum kylfingum á sjö undir pari. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson kann greinilega vel við sig í Dubai en hann er í forystu á DP World Championship mótinu sem fram fer á Jumeirah vellinum. Stenson, sem sigraði í mótinu í fyrra með sex högga mun, er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið á 66 höggum í dag eða sex undir pari. Hann á tvö högg á næstu menn sem eru þeir Danny Willett, Richie Ramsey og sjálfur Rory Mcilroy en þeir eru allir á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Margir sterkir kylfingar eru síðan á fimm, sex eða sjö höggum undir pari og því má Stenson búast við harðri baráttu um helgina ef hann ætlar að verja titilinn. Tilþrif dagsins í dag átti þó Írinn Shane Lowry en hann leiddi mótið eftir fyrsta hring. Hann fór holu í höggi á 13. holu sem er 190 metra löng en hann lék ekki eins vel og í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann deilir fimmta sætinu með nokkrum öðrum kylfingum á sjö undir pari.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira