„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2014 13:48 Hallgrímur segir að nýtt eignarhald eyði óvissunni sem verið hefur í kringum félagið. Vísir/Valli „Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut. Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut.
Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54