Björn Ingi kaupir DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. nóvember 2014 11:54 Björn Ingi er í forsvari fyrir kaupendur blaðsins. Vísir / GVA / Ernir Verið er að gagna frá samningum um kaup á útgáfufélagi DV. Tilkynnt verður um þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Samkvæmt sömu heimildum er það Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar, sem á og rekur þrjár vefmiðla, sem er í forsvari fyrir kaupendur. Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV ehf, útgáfufélags DV og DV.is, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í dag. Hann hefur áður staðfest að viðræður hafi átt sér stað um sölu eða samruna á félaginu. Þá hefur Björn Ingi einnig staðfest áður að hann eigi í viðræðum við eigendur blaðsins. Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason fer með meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann er skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut.Uppfært klukkan 12.30 Björn Ingi hefur sent frá sér tilkynningu vegna kaupa á DV. Tilkynninguna frá Birni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Pressan ehf, móðurfélag Vefpressunnar og vefmiðlanna Pressunnar, Eyjunnar og Bleikt, hefur náð samkomulagi við eigendur meirihluta hlutafjár í útgáfufélaginu DV ehf um kaup á ráðandi hlut í félaginu. Er útgáfa DV og dv.is þannig tryggð til framtíðar og verður DV áfram rekið sem sjálfstæður og óháður fjölmiðill eins og verið hefur.Með kaupunum er Pressan ehf orðin eigandi ríflega tveggja þriðju hlutafjár í DV ehf og hafa viðskiptin verið tilkynnt lögum samkvæmt til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Kemur samruninn ekki til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin fyrir sitt leyti.Kaupin eru gerð í góðu samstarfi við eigendur DV undanfarin ár og verður Þorsteinn Guðnason, núverandi stjórnarformaður, áfram í stjórn félagsins og Steinn Kári Ragnarsson framkvæmdastjóri. Hallgrímur Thorsteinsson verður áfram ritstjóri blaðsins.Pressan ehf á Vefpressuna ehf sem er í útgáfustarfsemi og rekur vefmiðlana Pressan.is, Eyjan.is, og Bleikt.is. og starfar á markaðnum fyrir fjölmiðlun á netinu. DV ehf. gefur út blaðið DV tvisvar sinnum í viku, rekur vefmiðilinn dv.is og á samtals 60% hlutafjár í vefnum, eirikurjonsson.is.Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar og Vefpressunnar, verður útgefandi DV og stjórnarformaður fyrirtækisins. Þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verður nánari grein gerð fyrir margvíslegum áformum til að treysta rekstur blaðsins og sækja fram með nýstárlegum hætti til framtíðar. Jafnframt verður gerð grein fyrir eignarhaldi eftir þessar breytingar í samræmi við lög um Fjölmiðlanefnd.Í erindi til Samkeppniseftirlitsins segir m.a., að það sé „mat forsvarsmanna DV að blaðið geti ekki komið áfram út að óbreyttu og tryggja þurfi því varanlegan rekstrargrundvöll með samstarfi við aðra aðila.“Ennfremur segir í erindinu:Eins og Samkeppniseftirlitinu er kunnugt hafa staðið yfir deilur milli meirihluta og minnihluta hluthafa í DV á liðnum misserum. Meirihluti eigenda hlutafjár DV, sem eru seljendur hlutafjárins skv. samningi aðila, hafa um langt skeið haft áhyggjur af útgáfunni. Hafa eigendur meirihluta hlutafjár leitað leiða til að selja sinn hlut eða gera breytingar á yfirstjórn blaðsins. Eftir ítrekaðar tilraunir til að selja ráðandi hlut í blaðinu til þáverandi ritstjóra og framkvæmdastjóra án árangurs, var ákveðið að sækjast eftir auknum áhrifum í stjórn félagsins.Á aðalfundi DV sem haldinn var í tvennu lagi í lok ágústs og byrjun september sl. var skipt um stjórn í DV og hafa nýr ritstjóri og framkvæmdastjóri tekið til starfa. Vilji seljenda stóð til þess að tryggja rekstrargrundvöll félagsins með stækkun þess, í gegnum kaup, samruna eða ef þyrfti með sölu hluta sinna. Í þeim tilgangi leituðu þeir til nokkra aðila og áttu óformlegar viðræður, þ.m.t. kaupanda. Leiddi það til þess að nú hefur kaupsamningur aðila verið undirritaður. Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 Blaðamenn DV fordæma skýrslu um sig sjálfa Skýrsla Eggerts og Eyglóar er sögð illa unnin, engum til gagns og líkari bloggi en faglegri úttekt. 4. nóvember 2014 16:19 Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV „Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson 2. nóvember 2014 11:02 Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Þorsteinn rétthafi lénsins DV.is: "Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök“ "Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Hann hefur nú sent Þorsteini bréf þar sem hann krefst svara. 5. nóvember 2014 17:47 Segir Eggert hafa dylgjað um sig Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, segist hafa "verulegar efasemdir" um að Eggerti Skúlasyni "hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." 4. nóvember 2014 22:43 Segir Framsókn ekki hafa sóst eftir eignarhlut í DV Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að hvorki hann fyrir hönd flokksins, né flokkurinn hafi farið þessa á leit og að fullyrðingar Ólafs M Magnússonar þar um séu rangar. 29. október 2014 16:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verið er að gagna frá samningum um kaup á útgáfufélagi DV. Tilkynnt verður um þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Samkvæmt sömu heimildum er það Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar, sem á og rekur þrjár vefmiðla, sem er í forsvari fyrir kaupendur. Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV ehf, útgáfufélags DV og DV.is, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í dag. Hann hefur áður staðfest að viðræður hafi átt sér stað um sölu eða samruna á félaginu. Þá hefur Björn Ingi einnig staðfest áður að hann eigi í viðræðum við eigendur blaðsins. Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason fer með meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann er skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut.Uppfært klukkan 12.30 Björn Ingi hefur sent frá sér tilkynningu vegna kaupa á DV. Tilkynninguna frá Birni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Pressan ehf, móðurfélag Vefpressunnar og vefmiðlanna Pressunnar, Eyjunnar og Bleikt, hefur náð samkomulagi við eigendur meirihluta hlutafjár í útgáfufélaginu DV ehf um kaup á ráðandi hlut í félaginu. Er útgáfa DV og dv.is þannig tryggð til framtíðar og verður DV áfram rekið sem sjálfstæður og óháður fjölmiðill eins og verið hefur.Með kaupunum er Pressan ehf orðin eigandi ríflega tveggja þriðju hlutafjár í DV ehf og hafa viðskiptin verið tilkynnt lögum samkvæmt til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Kemur samruninn ekki til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin fyrir sitt leyti.Kaupin eru gerð í góðu samstarfi við eigendur DV undanfarin ár og verður Þorsteinn Guðnason, núverandi stjórnarformaður, áfram í stjórn félagsins og Steinn Kári Ragnarsson framkvæmdastjóri. Hallgrímur Thorsteinsson verður áfram ritstjóri blaðsins.Pressan ehf á Vefpressuna ehf sem er í útgáfustarfsemi og rekur vefmiðlana Pressan.is, Eyjan.is, og Bleikt.is. og starfar á markaðnum fyrir fjölmiðlun á netinu. DV ehf. gefur út blaðið DV tvisvar sinnum í viku, rekur vefmiðilinn dv.is og á samtals 60% hlutafjár í vefnum, eirikurjonsson.is.Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar og Vefpressunnar, verður útgefandi DV og stjórnarformaður fyrirtækisins. Þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verður nánari grein gerð fyrir margvíslegum áformum til að treysta rekstur blaðsins og sækja fram með nýstárlegum hætti til framtíðar. Jafnframt verður gerð grein fyrir eignarhaldi eftir þessar breytingar í samræmi við lög um Fjölmiðlanefnd.Í erindi til Samkeppniseftirlitsins segir m.a., að það sé „mat forsvarsmanna DV að blaðið geti ekki komið áfram út að óbreyttu og tryggja þurfi því varanlegan rekstrargrundvöll með samstarfi við aðra aðila.“Ennfremur segir í erindinu:Eins og Samkeppniseftirlitinu er kunnugt hafa staðið yfir deilur milli meirihluta og minnihluta hluthafa í DV á liðnum misserum. Meirihluti eigenda hlutafjár DV, sem eru seljendur hlutafjárins skv. samningi aðila, hafa um langt skeið haft áhyggjur af útgáfunni. Hafa eigendur meirihluta hlutafjár leitað leiða til að selja sinn hlut eða gera breytingar á yfirstjórn blaðsins. Eftir ítrekaðar tilraunir til að selja ráðandi hlut í blaðinu til þáverandi ritstjóra og framkvæmdastjóra án árangurs, var ákveðið að sækjast eftir auknum áhrifum í stjórn félagsins.Á aðalfundi DV sem haldinn var í tvennu lagi í lok ágústs og byrjun september sl. var skipt um stjórn í DV og hafa nýr ritstjóri og framkvæmdastjóri tekið til starfa. Vilji seljenda stóð til þess að tryggja rekstrargrundvöll félagsins með stækkun þess, í gegnum kaup, samruna eða ef þyrfti með sölu hluta sinna. Í þeim tilgangi leituðu þeir til nokkra aðila og áttu óformlegar viðræður, þ.m.t. kaupanda. Leiddi það til þess að nú hefur kaupsamningur aðila verið undirritaður.
Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 Blaðamenn DV fordæma skýrslu um sig sjálfa Skýrsla Eggerts og Eyglóar er sögð illa unnin, engum til gagns og líkari bloggi en faglegri úttekt. 4. nóvember 2014 16:19 Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV „Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson 2. nóvember 2014 11:02 Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Þorsteinn rétthafi lénsins DV.is: "Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök“ "Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Hann hefur nú sent Þorsteini bréf þar sem hann krefst svara. 5. nóvember 2014 17:47 Segir Eggert hafa dylgjað um sig Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, segist hafa "verulegar efasemdir" um að Eggerti Skúlasyni "hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." 4. nóvember 2014 22:43 Segir Framsókn ekki hafa sóst eftir eignarhlut í DV Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að hvorki hann fyrir hönd flokksins, né flokkurinn hafi farið þessa á leit og að fullyrðingar Ólafs M Magnússonar þar um séu rangar. 29. október 2014 16:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56
Blaðamenn DV fordæma skýrslu um sig sjálfa Skýrsla Eggerts og Eyglóar er sögð illa unnin, engum til gagns og líkari bloggi en faglegri úttekt. 4. nóvember 2014 16:19
Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV „Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson 2. nóvember 2014 11:02
Þorsteinn rétthafi lénsins DV.is: "Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök“ "Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Hann hefur nú sent Þorsteini bréf þar sem hann krefst svara. 5. nóvember 2014 17:47
Segir Eggert hafa dylgjað um sig Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, segist hafa "verulegar efasemdir" um að Eggerti Skúlasyni "hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." 4. nóvember 2014 22:43
Segir Framsókn ekki hafa sóst eftir eignarhlut í DV Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að hvorki hann fyrir hönd flokksins, né flokkurinn hafi farið þessa á leit og að fullyrðingar Ólafs M Magnússonar þar um séu rangar. 29. október 2014 16:13