Handbolti

Haukaliðin drógust saman í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Það var dregið í sextán liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta í kvöld en drátturinn fór fram í hálfleik á leik Hauka og FH í Olís-deild karla.

Það verða bara tveir Olís-deildar slagir í sextán liða úrslitunum en HK tekur þá á móti Stjörnunni í Digranesinu annarsvegar og hinsvegar mætast lið Fram og FH í Safamýrinni.

 

Haukar mæta Haukum í bikarnum því B-lið Hauka fær A-liðið í heimsókn en þau komu hvort á fætur öðru upp úr pottinum á Ásvöllum í kvöld.

Haukar og FH voru eftir í pottinum ásamt tveimur öðrum liðum þegar búið var að draga saman sex leiki en það fór ekki svo að Hafnarfjarðarrisarnir lentu saman að þessu sinni.

Víkingar, topplið 1. deildar, mæta Aftureldingu sem er á toppnum í Olís-deildinni.

Leikirnir fara fram i byrjun desember.

Leikirnir í 16 liða úrslitunum:

Akureyri - Fjölnir

Afturelding - Víkingur

ÍBV 1 - Grótta/ÍR

Þróttur - ÍBV 2

HK - Stjarnan

KR - Valur

Haukar 2 - Haukar 1

Fram-FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×