Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Hjörtur Hjartarson skrifar 20. nóvember 2014 19:46 Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira