Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 19:32 Hluti af verkefninu Austurland: Designs from Nowhere. Mynd/Aðsend Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem afhent voru rétt í þessu. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent en athöfnin fór fram í Kristalsal Þjóðleikhússins. „Designs from Nowhere eða Austurland, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum,“ eins og segir í tilkynningu um verðlaunin. Þá segir í umsögn dómnefndar að verkið sýni á sannfærandi hátt hvernig hlutverk hönnuða felist sífellt meira í því „efla sýn og auka metnað til framleiðslu. [...] Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að með samstilltri sýn og virðingu fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“ Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014 skipuðu þau Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, Laufey Jónsdóttir fatahönnuður og formaður Fatahönnunarfélags Íslands Tinna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður og kennari við Listaháskóla Íslands Önnur verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna voru Ljósmyndastúdíó H71a, Magnea AW2014 og Skvís. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem afhent voru rétt í þessu. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent en athöfnin fór fram í Kristalsal Þjóðleikhússins. „Designs from Nowhere eða Austurland, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum,“ eins og segir í tilkynningu um verðlaunin. Þá segir í umsögn dómnefndar að verkið sýni á sannfærandi hátt hvernig hlutverk hönnuða felist sífellt meira í því „efla sýn og auka metnað til framleiðslu. [...] Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að með samstilltri sýn og virðingu fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“ Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014 skipuðu þau Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, Laufey Jónsdóttir fatahönnuður og formaður Fatahönnunarfélags Íslands Tinna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður og kennari við Listaháskóla Íslands Önnur verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna voru Ljósmyndastúdíó H71a, Magnea AW2014 og Skvís.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira