Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2014 13:12 Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira