Fá ekki vinnu vegna aldurs Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2014 13:02 Kennitalan fælir atvinnurekendur frá því að ráða eldra fólk í vinnu þó það uppfylli allar kröfur. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara sem telur mikilvægt að eldra fólki sé ekki ýtt út af vinnumarkaðnum enda sé reynsla þeirra verðmæt. Í vikunni var haldin ráðstefna sem starfslok og atvinnumál þeirra sem eru 60 ára og eldri. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara. Hún segir að fyrir þá sem missa vinnuna eftir fimmtugt geti oft reynst mjög erfitt að finna nýja vinnu. Svo virðist sem aldurinn komi í veg fyrir að atvinnurekendum þyki fólkið eftirsóknarverðir starfskraftar. „Það eru mörg dæmi um það að kennitalan hún fæli frá þegar að fólk er að leita sér að atvinnu. Jafnvel þó svo að það hafi bara ágæta möguleika og þá hæfileika sem að spurt er um,“ segir Jóna Valgerður en hún segir aldurinn fara að hafa áhrif fljótlega eftir að fólk verður fimmtugt. „ Það er eins og atvinnurekendur séu hræddir við að ráða eldri borgara og haldi að þeir verði meira veikir en rannsóknir hafa sýnt að svo er alls ekki. Þeir sem eru mest frá í veikindaforföllum eru 18 til 30 ára og alls ekki þeir sem eru 60 ára og eldri, þeir mæta mjög vel,“ segir Jóna Valgerður. Hún segir mikilvægt að samfélagið ýti ekki eldra fólki út af vinnumarkaði heldur nýti krafta þeirra þar sem reynsla þeirra sé verðmæt. „ Með þessari fjölgun aldraðra sem verður þá eigum við ekki að líta á það sem vandamál. Við eigum að líta á það sem auðlind sem hægt er að nýta í framtíðinni. Þó þetta sé vaxandi auðlind þá er þetta líka fólk með mikla reynslu og þekkingu sem verður nauðsynlegt að nýta á vinnumarkaði framtíðarinnar,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Kennitalan fælir atvinnurekendur frá því að ráða eldra fólk í vinnu þó það uppfylli allar kröfur. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara sem telur mikilvægt að eldra fólki sé ekki ýtt út af vinnumarkaðnum enda sé reynsla þeirra verðmæt. Í vikunni var haldin ráðstefna sem starfslok og atvinnumál þeirra sem eru 60 ára og eldri. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara. Hún segir að fyrir þá sem missa vinnuna eftir fimmtugt geti oft reynst mjög erfitt að finna nýja vinnu. Svo virðist sem aldurinn komi í veg fyrir að atvinnurekendum þyki fólkið eftirsóknarverðir starfskraftar. „Það eru mörg dæmi um það að kennitalan hún fæli frá þegar að fólk er að leita sér að atvinnu. Jafnvel þó svo að það hafi bara ágæta möguleika og þá hæfileika sem að spurt er um,“ segir Jóna Valgerður en hún segir aldurinn fara að hafa áhrif fljótlega eftir að fólk verður fimmtugt. „ Það er eins og atvinnurekendur séu hræddir við að ráða eldri borgara og haldi að þeir verði meira veikir en rannsóknir hafa sýnt að svo er alls ekki. Þeir sem eru mest frá í veikindaforföllum eru 18 til 30 ára og alls ekki þeir sem eru 60 ára og eldri, þeir mæta mjög vel,“ segir Jóna Valgerður. Hún segir mikilvægt að samfélagið ýti ekki eldra fólki út af vinnumarkaði heldur nýti krafta þeirra þar sem reynsla þeirra sé verðmæt. „ Með þessari fjölgun aldraðra sem verður þá eigum við ekki að líta á það sem vandamál. Við eigum að líta á það sem auðlind sem hægt er að nýta í framtíðinni. Þó þetta sé vaxandi auðlind þá er þetta líka fólk með mikla reynslu og þekkingu sem verður nauðsynlegt að nýta á vinnumarkaði framtíðarinnar,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira