Hamilton verður nær ósigrandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 19:30 Lewis Hamilton byrjar tímabilið frábærlega. Vísir/Getty Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira