Ráðherra segir náttúrupassann þjóna náttúruvernd Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 19:45 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir gjöld fyrir náttúrupassann gefa allt að fimm milljarða króna til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum og að passinn muni gjörbreyta þeirri nauðsynlegu uppbyggingu. Náttúrupassinn sé besta leiðin sem í boði sé til að tryggja traustar tekjur í þennan málaflokk. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. En ráðherra ferðamála lagði frumvarpið fram á Alþingi í dag. „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Uppbygging ferðaþjónustunnar þurfi örugga fjármögun. Hún sé ekki að ganga erinda neinna eins og Ögmundur Jónasson fullyrði í Fréttablaðinu í dag. „En ég frábið mér slíkan málflutning. Vegna þess að ég er ekki að ganga erinda neinna nema íslensku náttúrunnar og íslensku þjóðarinnar til þess að reyna að leysa það vandamál sem ég held að við séum öll sammála um að þurfi að leysa. Að tryggja uppbyggingu á ferðmannastöðum og verndun náttúrunnar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir gjöld fyrir náttúrupassann gefa allt að fimm milljarða króna til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum og að passinn muni gjörbreyta þeirri nauðsynlegu uppbyggingu. Náttúrupassinn sé besta leiðin sem í boði sé til að tryggja traustar tekjur í þennan málaflokk. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. En ráðherra ferðamála lagði frumvarpið fram á Alþingi í dag. „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Uppbygging ferðaþjónustunnar þurfi örugga fjármögun. Hún sé ekki að ganga erinda neinna eins og Ögmundur Jónasson fullyrði í Fréttablaðinu í dag. „En ég frábið mér slíkan málflutning. Vegna þess að ég er ekki að ganga erinda neinna nema íslensku náttúrunnar og íslensku þjóðarinnar til þess að reyna að leysa það vandamál sem ég held að við séum öll sammála um að þurfi að leysa. Að tryggja uppbyggingu á ferðmannastöðum og verndun náttúrunnar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira