Sport

Phelps snýr aftur í laugina í ágúst

Phelps er farinn að brosa á ný.
Phelps er farinn að brosa á ný. vísir/getty
Sundkappinn Michael Phelps er á réttri leið í lífinu á nýjan leik eftir að hafa tekið nokkrar vitlausar beygjur.

Hann er í hálfs árs keppnisbanni eftir að hafa verið tekinn ölvaður undir stýri. Í kjölfarið fór hann í áfengismeðferð.

Phelps er búinn að taka ákvörðun um að snúa sér aftur að því sem hann gerir best en að það er auðvitað að synda.

Bannið hans tekur enda í apríl og Phelps er þegar búinn að skrá sig á heimsbikarmót sem fram fer í Frakklandi í ágúst á næsta ári. Það mót á að marka endurkomu hans í laugina.

Phelps, sem hefur unnið flest Ólympíuverðlaun sögunnar, er með augun á ÓL í Ríó árið 2016 og ef hann verður meira í vatninu en áfenginu þá mætir hann sterkur þangað.

Helstu andstæðingar hans í lauginni hafa fagnað því að hann ætli sér að byrja að keppa á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×