Jordan Spieth enn í forystu á Isleworth 6. desember 2014 11:42 Jordan Spieth á öðrum hring. AP Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira