Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2014 20:30 Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu. Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Sjá meira
Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu.
Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Sjá meira
Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45
Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26