Reyndur sjúkraflugmaður segir glapræði að loka flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2014 18:45 Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson. Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson.
Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37
Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00