Reyndur sjúkraflugmaður segir glapræði að loka flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2014 18:45 Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson. Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson.
Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37
Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00