Enski boltinn

City minnkaði forystu Chelsea í þrjú stig | Sjáið markið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Toure kemur City yfir
Toure kemur City yfir Vísir/Getty
Manchester City lagði Everton 1-0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Yaya Toure skoraði eina markið úr umdeildri vítspyrnu á 24. mínútu.

Manchester City varð fyrir miklu áfalli snemma leiks þegar Sergio Agüero meiddist á hné og þurfti að fara af velli.

City var mun meira með boltann en það vantaði bit í framlínuna með Agüero utan vallar.

Það var mikil harka í leiknum og vel tekist á en Joe Hart kom City til bjargar með frábærri markvörslu níu mínútum fyrir leikslok þegar hann varði fast skot Romelo Lukaku úr teignum.

Með sigrinum minnkaði City forystu Chelsea á toppi deildarinnar niður í aðeins þrjú stig. Everton situr eftir í 11. sæti með 18 stig í 15 leikjum.

Milner færi víti og Toure skorar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×