Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Samúel Karl Ólason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2014 16:41 Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira