Starfsmenn stjórnarráðsins þekkja ekki siðareglurnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer fyrir ríkisstjórninni. Forveri hans samþykkti siðareglurnar. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum. Alþingi Lekamálið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira