Enski boltinn

Eiður búinn að skrifa undir og verður númer 22 | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári er kominn "heim“.
Eiður Smári er kominn "heim“. mynd/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, er formlega búinn að skrifa undir samning til loka tímabilsins við enska B-deildarliðið Bolton, en þetta staðfestir félagið í dag.

Þar með er Eiður Smári kominn „heim“ eftir fjórtán ára fjarveru, en ferill hans hófst fyrir alvöru hjá Bolton. Þaðan fór hann til Chelsea, svo Barcelona og restina af sögunni þekkja allir.

Bolton á eftir að fá leikheimild fyrir Eið Smára og þykir því ólíklegt að hann komi við sögu í leiknum gegn Reading um helgina.

Líklegra þykir að hann komi við sögu aðra helgi þegar Bolton tekur á móti Ipwich. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Á Twitter-síðu Bolton má sjá mann vera að prenta nafn og númer Eiðs Smára á Bolton-treyju. Hann verður númer 22 sem hefur verið hans númer í gegnum tíðina. Síðast þegar hann spilaði hjá Bolton var hann þó númer tólf. Það má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×