Tiger Woods átti hræðilega endurkomu á golfvöllinn 4. desember 2014 22:05 Tiger var hálf bugaður á Isleworth. AP Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira