Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 18:47 Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira