Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. desember 2014 15:01 Ólöf Nordal vill hafa flugvöllinn á sama stað. Ólafur F. Magnússon er sáttur með það. Ólöf Nordal lýsti því yfir í pontu Alþingis að hún vildi að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf í mars 2011, þegar rætt var um framtíð Reykjavíkurflugvallar á þingi. Hún bætti við:„Ef hægt væri að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli — ég hygg að við sem höfum notað flugvöllinn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki viðunandi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná niðurstöðu á þeim nótum sem hæstvirtur innanríkisráðherra nefndi áðan í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld hygg ég að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt að ná sátt um innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöll þar sem hann og menn geri sér þá í leiðinni grein fyrir mikilvægi hans fyrir landið allt.“Samgöngumál eru á könnu innanríkisráðherra. Forveri Ólafar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var ekki eins afdráttarlaus í sinni afstöðu til staðsetningu flugvallar í Reykjavík. En hvar flugvöllurinn á að vera hefur lengi verið þrætumál á meðal þings og þjóðar. Hanna Birna sagði í ræðu á þingi fyrir rúmu ári síðan að staðsetningu flugvallarins ætti að finna í sátt við borgaryfirvöld:„Ég minni hins vegar aðeins á það, af því að aftur slær hjartað eilítið í borgarfulltrúanum fyrrverandi, að borgarstjórn Reykjavíkur er líkt og Alþingi Íslendinga lýðræðislega kjörin af fólkinu í Reykjavík sem ég held að hafi alveg vitað hvað var verið að kjósa og hverja var verið að kjósa. Það fólk fer með hið lýðræðislega umboð,“ sagði hún og hélt áfram:„Ég hef heldur aldrei heyrt borgarfulltrúana í Reykjavík tala þannig, en hér tala menn dálítið eins og borgarfulltrúar vilji völlinn endilega út úr Reykjavík. Það hefur ekkert verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur heldur hefur það verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur að ekki sé óeðlilegt að sveitarfélagið sé reiðubúið að skoða aðra staðsetningu í Reykjavík en bara þessa einu. Reykjavíkurborg hefur aldrei talað hátt og skýrt fyrir því að innanlandsflugvöllur skuli vera annars staðar.“Þeir sem eru fylgjandi því að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni fagna því væntanlega nýjum ráðherra. Einn yfirlýstur stuðningsmaður núverandi staðsetningu flugvallarins, Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, skrifaði athugasemd í bundnu máli við frétt Vísis um um Ólöf hefði verið skipuð innanríkisráðherra: „ÓLAFARKVIÐA NORDAL Kröftug hún kemur til baka kasta þarf hýenum burt. Mjög þarf á málefnum taka meðan flugvöllur enn er kjurrt.“ Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Ólöf Nordal is new Interior Minister "I'm very grateful", says Ólöf. 4. desember 2014 13:45 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ólöf Nordal lýsti því yfir í pontu Alþingis að hún vildi að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf í mars 2011, þegar rætt var um framtíð Reykjavíkurflugvallar á þingi. Hún bætti við:„Ef hægt væri að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli — ég hygg að við sem höfum notað flugvöllinn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki viðunandi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná niðurstöðu á þeim nótum sem hæstvirtur innanríkisráðherra nefndi áðan í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld hygg ég að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt að ná sátt um innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöll þar sem hann og menn geri sér þá í leiðinni grein fyrir mikilvægi hans fyrir landið allt.“Samgöngumál eru á könnu innanríkisráðherra. Forveri Ólafar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var ekki eins afdráttarlaus í sinni afstöðu til staðsetningu flugvallar í Reykjavík. En hvar flugvöllurinn á að vera hefur lengi verið þrætumál á meðal þings og þjóðar. Hanna Birna sagði í ræðu á þingi fyrir rúmu ári síðan að staðsetningu flugvallarins ætti að finna í sátt við borgaryfirvöld:„Ég minni hins vegar aðeins á það, af því að aftur slær hjartað eilítið í borgarfulltrúanum fyrrverandi, að borgarstjórn Reykjavíkur er líkt og Alþingi Íslendinga lýðræðislega kjörin af fólkinu í Reykjavík sem ég held að hafi alveg vitað hvað var verið að kjósa og hverja var verið að kjósa. Það fólk fer með hið lýðræðislega umboð,“ sagði hún og hélt áfram:„Ég hef heldur aldrei heyrt borgarfulltrúana í Reykjavík tala þannig, en hér tala menn dálítið eins og borgarfulltrúar vilji völlinn endilega út úr Reykjavík. Það hefur ekkert verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur heldur hefur það verið afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur að ekki sé óeðlilegt að sveitarfélagið sé reiðubúið að skoða aðra staðsetningu í Reykjavík en bara þessa einu. Reykjavíkurborg hefur aldrei talað hátt og skýrt fyrir því að innanlandsflugvöllur skuli vera annars staðar.“Þeir sem eru fylgjandi því að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni fagna því væntanlega nýjum ráðherra. Einn yfirlýstur stuðningsmaður núverandi staðsetningu flugvallarins, Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, skrifaði athugasemd í bundnu máli við frétt Vísis um um Ólöf hefði verið skipuð innanríkisráðherra: „ÓLAFARKVIÐA NORDAL Kröftug hún kemur til baka kasta þarf hýenum burt. Mjög þarf á málefnum taka meðan flugvöllur enn er kjurrt.“
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Ólöf Nordal is new Interior Minister "I'm very grateful", says Ólöf. 4. desember 2014 13:45 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25
Nýr innanríkisráðherra í viðtali í beinni útsendingu Rætt verður við Ólöfu Nordal, nýjan innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 kl.18.55. Þátturinn verður í opinni dagskrá. 4. desember 2014 14:37
„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22
Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22