Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll í morgun.
Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum.
Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu mætti Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki á ríkisráðsfundinn.

