Barcelona er komið með annan fótinn í næstu umferð spænska konungsbikarsins.
Barca vann stórsigur, 0-4, á neðrideildarliði Huesca á útivelli í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og seinni leikurinn því formsatriði.
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Barcelona en þeir Ivan Rakitic, Andrés Iniesta og Pedro skoruðu.
Í seinni hálfleik tóku leikmenn Börsunga það rólega og létu sér nægja að skora aðeins eitt mark. Það gerði Rafinha.
