
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þingmönnum sjálfstæðisflokks ekki verið gert kunnugt um hver taki við embættinu. Það verði gert á morgun á þingflokksfundi sem fer fram í fyrramálið.
Ríkisráðsfundar verður haldinn á Bessastöðum á morgun og er fastlega búist við því að þá verði gengið frá ráðherraskiptum.