Sport

Thelma Björg: Ég bara syndi - þetta er ekkert mál

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Metabrjóturinn Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR, var kjörin íþróttamaður ársins í kvennaflokki hjá fötluðum í dag annað árið í röð.

Thelma var í metaham á árinu og setti hvorki fleiri né færri en 43 Íslands, en hvað var skemmtilegast á árinu?

„Að vinna bronsið í 400 metra skriðsundi á EM,“ segir Thelma sem mun hafa nóg að gera á næsta ári. „Ég fer á heimsmeistaramótið í Glasgow og svo á Ólympíuleikana í Ríó.“

Aðspurð hvort hún geti haldið áfram að brjóta öll þessi met segir hún: „Já, ég get það. Ég bara syndi. Þetta er ekkert mál.“

Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×