Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:26 Hér má sjá bílaflotann sem hingað er kominn til lands. Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum. Bílar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum.
Bílar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent