Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi 3. desember 2014 15:13 Davíð og Ríkharð voru dæmdir í fangelsi árið 2011 í Black Pistons málinu svokallaða. vísir/gva Meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins og síbrotamennirnir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson og Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson), ásamt félaga þeirra, hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefni Í ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Tengdar fréttir Black Pistons-menn dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Black Pistons-málinu svokallaða í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki samtakanna, hlaut þyngsta dóminn en hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr Rúnarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Brynjar Logi Barkarson fékk sex mánaða dóm. Þá þurfa einnig að greiða fórnarlambinu eina og hálfa milljón í miskabætur. 27. október 2011 10:47 Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10. september 2011 03:15 Black Pistons í héraðsdómi: Gerir lítið úr sínum hlut í árásinni Foringi vélhjólasamtakanna Black Pistons, neitaði fyrir dómara í morgun að hafa tekið þátt í líkamsárás á rúmlega tvítugan karlmann í maí síðastliðnum. 29. ágúst 2011 13:54 Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. 1. júní 2011 17:28 Foreldrar fórnarlambs njóta verndar vegna vélhjólagengis Foringi vélhjólaklúbbsins MC Black Pistons er einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa misþyrmt karlmanni hrottalega á þriðjudaginn. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá nýtur fjölskylda fórnarlambsins verndar eftir að tveir meðlimir gengisins á að hafa reynt að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins. 13. maí 2011 19:11 Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30. ágúst 2011 07:00 Foringi Black Pistons í átökum á Litla-Hrauni Foringi Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, virðist ekki eiga sjö dagana sæla inni á Litla-Hrauni en hann lenti í átökum við tvo pilta á tvítugsaldrinum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa verið skallaður í andlitið af nítján ára samfanga sínum eftir að hann á að hafa ruðst inn í klefa piltsins með það að markmiði að taka rafmagnstæki af honum í leyfisleysi. 9. júní 2011 14:06 Reyndu að kúga út tíu milljónir Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum tveggja Black Pistons-manna, sem sitja inni fyrir meint ofbeldi, hótanir og frelsissviptingu manns. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 22. september. Félaga hans, sem er jafnframt leiðtogi vélhjólagengisins, var gert að afplána 240 daga eftirstöðvar refsingar. 17. ágúst 2011 07:30 Foringi Black Pistons: Ekki kallaður nunna - þeir myndu aldrei þora því "Það hljóp einn náungi að mér og sló mig fyrirvaralaust, segir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, um átök sem urðu á milli hans og nítján ára pilts á Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ríkharð, sem er foringi Black Pistons hér á landi, sem nú heitir Outlaws prospect, segir fyrri fréttaflutning Vísi ekki réttan um málið. 9. júní 2011 15:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins og síbrotamennirnir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson og Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson), ásamt félaga þeirra, hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefni Í ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Tengdar fréttir Black Pistons-menn dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Black Pistons-málinu svokallaða í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki samtakanna, hlaut þyngsta dóminn en hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr Rúnarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Brynjar Logi Barkarson fékk sex mánaða dóm. Þá þurfa einnig að greiða fórnarlambinu eina og hálfa milljón í miskabætur. 27. október 2011 10:47 Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10. september 2011 03:15 Black Pistons í héraðsdómi: Gerir lítið úr sínum hlut í árásinni Foringi vélhjólasamtakanna Black Pistons, neitaði fyrir dómara í morgun að hafa tekið þátt í líkamsárás á rúmlega tvítugan karlmann í maí síðastliðnum. 29. ágúst 2011 13:54 Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. 1. júní 2011 17:28 Foreldrar fórnarlambs njóta verndar vegna vélhjólagengis Foringi vélhjólaklúbbsins MC Black Pistons er einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa misþyrmt karlmanni hrottalega á þriðjudaginn. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá nýtur fjölskylda fórnarlambsins verndar eftir að tveir meðlimir gengisins á að hafa reynt að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins. 13. maí 2011 19:11 Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30. ágúst 2011 07:00 Foringi Black Pistons í átökum á Litla-Hrauni Foringi Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, virðist ekki eiga sjö dagana sæla inni á Litla-Hrauni en hann lenti í átökum við tvo pilta á tvítugsaldrinum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa verið skallaður í andlitið af nítján ára samfanga sínum eftir að hann á að hafa ruðst inn í klefa piltsins með það að markmiði að taka rafmagnstæki af honum í leyfisleysi. 9. júní 2011 14:06 Reyndu að kúga út tíu milljónir Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum tveggja Black Pistons-manna, sem sitja inni fyrir meint ofbeldi, hótanir og frelsissviptingu manns. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 22. september. Félaga hans, sem er jafnframt leiðtogi vélhjólagengisins, var gert að afplána 240 daga eftirstöðvar refsingar. 17. ágúst 2011 07:30 Foringi Black Pistons: Ekki kallaður nunna - þeir myndu aldrei þora því "Það hljóp einn náungi að mér og sló mig fyrirvaralaust, segir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, um átök sem urðu á milli hans og nítján ára pilts á Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ríkharð, sem er foringi Black Pistons hér á landi, sem nú heitir Outlaws prospect, segir fyrri fréttaflutning Vísi ekki réttan um málið. 9. júní 2011 15:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Black Pistons-menn dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Black Pistons-málinu svokallaða í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki samtakanna, hlaut þyngsta dóminn en hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr Rúnarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Brynjar Logi Barkarson fékk sex mánaða dóm. Þá þurfa einnig að greiða fórnarlambinu eina og hálfa milljón í miskabætur. 27. október 2011 10:47
Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10. september 2011 03:15
Black Pistons í héraðsdómi: Gerir lítið úr sínum hlut í árásinni Foringi vélhjólasamtakanna Black Pistons, neitaði fyrir dómara í morgun að hafa tekið þátt í líkamsárás á rúmlega tvítugan karlmann í maí síðastliðnum. 29. ágúst 2011 13:54
Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. 1. júní 2011 17:28
Foreldrar fórnarlambs njóta verndar vegna vélhjólagengis Foringi vélhjólaklúbbsins MC Black Pistons er einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa misþyrmt karlmanni hrottalega á þriðjudaginn. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá nýtur fjölskylda fórnarlambsins verndar eftir að tveir meðlimir gengisins á að hafa reynt að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins. 13. maí 2011 19:11
Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30. ágúst 2011 07:00
Foringi Black Pistons í átökum á Litla-Hrauni Foringi Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, virðist ekki eiga sjö dagana sæla inni á Litla-Hrauni en hann lenti í átökum við tvo pilta á tvítugsaldrinum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa verið skallaður í andlitið af nítján ára samfanga sínum eftir að hann á að hafa ruðst inn í klefa piltsins með það að markmiði að taka rafmagnstæki af honum í leyfisleysi. 9. júní 2011 14:06
Reyndu að kúga út tíu milljónir Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum tveggja Black Pistons-manna, sem sitja inni fyrir meint ofbeldi, hótanir og frelsissviptingu manns. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 22. september. Félaga hans, sem er jafnframt leiðtogi vélhjólagengisins, var gert að afplána 240 daga eftirstöðvar refsingar. 17. ágúst 2011 07:30
Foringi Black Pistons: Ekki kallaður nunna - þeir myndu aldrei þora því "Það hljóp einn náungi að mér og sló mig fyrirvaralaust, segir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, um átök sem urðu á milli hans og nítján ára pilts á Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ríkharð, sem er foringi Black Pistons hér á landi, sem nú heitir Outlaws prospect, segir fyrri fréttaflutning Vísi ekki réttan um málið. 9. júní 2011 15:44