Sport

Bölvun Biebers: Stuðningsmenn Patriots hræddir

Bieber og Patriots-strákarnir.
Bieber og Patriots-strákarnir. mynd/twitter
Einhverjir stuðningsmenn New England Patriots óttast að tímabilið sé búið hjá liðinu þar sem leikmenn þess hittu poppstjörnuna Justin Bieber.

Nokkrir leikmenn Patriots, þar á meðal stórstjarnan Rob Gronkowski, hittu Bieber eftir leik LA Clippers og Minnesota í gær. Þeir mættu í klefann hjá Clippers eftir leik ásamt Bieber.

Í gegnum tíðina hefur það ekki boðað gott fyrir leikmenn íþróttaliða í Bandaríkjunum að hitta Bieber. Nú síðast í vetur er hann hitti sjóðheitt lið Pittsburgh. Nokkrum dögum síðar tapaði liðið óvænt gegn einu lélegasta liði NFL-deildarinnar, NY Jets. Er því talað um Bölvin Biebers.

Leikstjórnandi Patriots, Tom Brady, tók þó ekki þátt í þessum fíflalátum.

„Ég er löngu hættur öllu svona. Sá tími í mínu lífi er liðinn. Ég fór frekar að sofa snemma en ungu mennirnir geta aðeins lyft sér upp," sagði Brady.

New England spilar gegn San Diego um næstu helgi og verður áhugavert að sjá hvort nærvera Bieber við leikmennina verður þeim að falli.

Hér að neðan má sjá myndband er Gronk stillir sér upp með Bieber og svo mynd sem hlaupari liðsins, Jonas Gray, tók af nokkrum leikmönnum liðsins með poppstjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×