Enski boltinn

Eiður Smári fór illa með færin

Eiður í dauðafæri í kvöld en ekki vildi boltinn fara inn.
Eiður í dauðafæri í kvöld en ekki vildi boltinn fara inn. mynd/bolton
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði 90 mínútur fyrir U-21 árs lið Bolton Wanderers í kvöld.

Liðið spilaði þá gegn Middlesbrough og tapaði, 2-1. Eiður lét talsvert til sín taka í leiknum og bæði lagði upp færi og kom sér í þau.

Hann fékk meðal annars algert dauðafæri af eins metra færi sem hann klúðraði. Hann fékk líka fleiri færi sem ekki tókst að nýta.

Eiður er eðlilega ekki í mikilli leikæfingu og því eflaust kærkomið að fá 90 mínútur í kvöld.

Stuðningsmenn Bolton fögnuðu því að Eiður sé kominn aftur í treyju félagsins og vonast eflaust eftir því að sjá hann með aðalliðinu innan tíðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×