Tiger Woods snýr til baka í vikunni 1. desember 2014 20:30 Endurhæfing Woods hefur gengið vel. AP Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn í þessari viku en mikil eftirvænting er meðal golfáhugamanna um allan heim að sjá hvort að Woods sé heill heilsu á ný og tilbúinn í slaginn fyrir komandi keppnistímabil. Árið 2014 er eflaust ár sem þessi sögufrægi kylfingur vill gleyma sem fyrst en hann meiddist á lokahring Honda Classic sem fram fór í febrúar og þurfti að draga sig úr keppni. Hann þurfti að fara í aðgerð á baki í kjölfarið en mætti aftur til leiks á PGA-mótaröðina í júní á Quicken Loans National mótinu. Þar var hann í tómu basli með leik sinn sem og á Opna breska meistaramótinu þar sem hann endaði í 69. Sæti. Meiðsli Woods voru augljóslega enn að trufla hann og á PGA-meistaramótinu missti hann af niðurskurðinum en í kjölfarið hætti hann samstarfi sínu við sveifluþjálfarann Sean Foley. Eftir PGA-meistaramótið gaf Woods það út að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryder-bikarinn og að hann myndi taka sér frí frá golfi fram í desember til þess að ná heilsu aftur. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Woods snýr til baka en mótið sem fer fram nú um helgina er Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur og aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims fá þátttökurétt. Mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en sá völlur hefur verið heima- og æfingavöllur hans til margra ára og ætti því að henta honum vel í endurkomunni. Þá verður eflaust spennandi að sjá hvort að Woods hafi breytt sveiflunni sinni eitthvað en hann réð nýlega Cris Como til sín sem sveifluþjálfara. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn í þessari viku en mikil eftirvænting er meðal golfáhugamanna um allan heim að sjá hvort að Woods sé heill heilsu á ný og tilbúinn í slaginn fyrir komandi keppnistímabil. Árið 2014 er eflaust ár sem þessi sögufrægi kylfingur vill gleyma sem fyrst en hann meiddist á lokahring Honda Classic sem fram fór í febrúar og þurfti að draga sig úr keppni. Hann þurfti að fara í aðgerð á baki í kjölfarið en mætti aftur til leiks á PGA-mótaröðina í júní á Quicken Loans National mótinu. Þar var hann í tómu basli með leik sinn sem og á Opna breska meistaramótinu þar sem hann endaði í 69. Sæti. Meiðsli Woods voru augljóslega enn að trufla hann og á PGA-meistaramótinu missti hann af niðurskurðinum en í kjölfarið hætti hann samstarfi sínu við sveifluþjálfarann Sean Foley. Eftir PGA-meistaramótið gaf Woods það út að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryder-bikarinn og að hann myndi taka sér frí frá golfi fram í desember til þess að ná heilsu aftur. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Woods snýr til baka en mótið sem fer fram nú um helgina er Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur og aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims fá þátttökurétt. Mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en sá völlur hefur verið heima- og æfingavöllur hans til margra ára og ætti því að henta honum vel í endurkomunni. Þá verður eflaust spennandi að sjá hvort að Woods hafi breytt sveiflunni sinni eitthvað en hann réð nýlega Cris Como til sín sem sveifluþjálfara.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira