Innlent

Skógræktarfélag Reykjavíkur bjargar jólunum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
„Tréð fór greinilega illa í óveðrinu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
„Tréð fór greinilega illa í óveðrinu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Vísir
Skógræktarfélag Reykjavíkur hyggst bjarga jólunum í Reykjavík og sjá borgarbúum fyrir jólatréi á Austurvöll. Olsóartréð fór illa í óveðrinu í nótt og er ónýtt.

Það voru ekki aðeins trampólín og aðrir lausamunir sem urðu ofsaveðrinu í nótt að bráð. Sjálft Oslóartréð skemmdist mikið. Í morgunsárið varð ljóst að það vantaði ofan á tréð og sjálf stjarnan á toppi þess hékk utan á því.

„Tréð fór greinilega illa í óveðrinu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Okkar fólk hefur verið að skoða það í morgun. Fyrsta hugsun var að spelka það en það ætlar að reynast erfitt.“

Þá voru góð ráð dýr. Borgarstjóri leitaði á Facebook og kallaði eftir hugmyndum um hvernig mætti bæta úr þessu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Ég setti þetta nú út í morgun og er ánægður með viðbrögðin. Við erum búin að fá margar hugmyndir en Skógræktarfélag Reykjavíkur er búið að finna tré fyrir okkur í Heiðmörk. Ég ætla að fara á staðinn með þeim klukkan tvö og sjá hvort að við getum ekki bara fellt það og flutt á Austurvöll.

Stefnt er að því að tendra tré á Austurvelli á sunnudaginn næstkomandi og ljóst að borgarstjóri og borgarstarfsmenn verða að hafa hraðar svo hægt verði að bjarga jólunum í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Jólatré í miklu basli

Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×