Erlent

Hart barist í Hong Kong

Vísir/AFP
Til mikilla átaka kom í Hong Kong í nótt á milli lögreglu og mótmælenda sem krefjast meira lýðræðis í borginni sem lýtur stjórn Kínverja. Mótmælin hafa nú staðið í rúma tvo mánuði en átökin í nótt eru með þeim harðari sem þar hafa orðið.

Mótmælendur börðust við lögreglu sem beitti piparúða og kylfum og voru rúmlega fjörutíu manns handteknir. Nokkrir lögreglumenn særðust en ekki hafa borist fregnir af því hversu margir mótmælendur eru sárir.

Fólkið krefst þess að íbúar borgarinnar fái að velja sér leiðtoga í kosningum árið 2017 án þess að yfirvöld í Beijing skipti sér af því en þar á bæ segja menn slíkt ekki koma til greina, frambjóðendur verði að fá grænt ljós frá kommúnistaflokknum áður en þeir fái að bjóða sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×