Sala eigna hrekkur ekki til hjá RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2014 20:48 Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira