Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Kjartan Atli Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. desember 2014 11:17 Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og var þar fram eftir degi. Fólkið var að sækja eigur sínar og önnur verðmæti í eigu fyrirtækisins og starfsmanna, sem eigandi hússins læsti inni. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum auk þess þeir ræddu við Jose Garcia, eiganda veitingastaðarins. Starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík er á staðnum til þess að sýna samstöðu, auk þess eru þar fyrrum starfsmenn veitingasaðarins.Uppfært klukkan 11:15. Byrjað er að hleypa starfsfólkinu inn á staðinn. Einum starfsmanni er hleypt inn á staðinn í einu. Þar inni eru lögreglumenn, Jón húseigandi og Jose veitingamaður. Þeir starfsmenn sem hafa farið inn til þessa hafa verið inni á staðnum í um fimm mínútur í senn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar starfsfólki var hleypt inn á staðinn.vísir/vilhelmBlaðamenn Vísis voru á staðnum og ræddu þeir við Árna Hjartason, kokk á Caruso, rétt um ellefu, áður en starfsfólkinu var hleypt inn. Hann var mjög ósáttur við Jón Ragnarsson húseiganda og þykir aðgerðir hans vera hreint út sagt ótrúlegar. „Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim, þeir vaða inn í annarra manna rekstur og virðast bara, miðað við þeirra yfirlýsingar, að ætla að taka þetta yfir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeim dettur í hug að þeir komist upp með það,“ segir hann og bætir við: „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma. Ganga frá matvælum og öðrum hlutum sem liggja hreinlega undir skemmdum.“ Árni segir að helst vildu starfsmennirnir geta opnað staðinn aftur hið snarasta: „Og bara fleygja þessum vitleysingum út. Við getum ekki látið menn komast upp með svona.“ Árni segist hafa heyrt af erfiðleikum í samskiptum við Jón húseiganda. „Hann hefur ekki verið sá auðveldasti.“ Þegar hann er spurður hvort að starfsfólkið óttist að það sé búið að tapa vinnunni segir Árni að hann trúi því ekki að menn komist upp með að taka húsnæðið með þessum hætti og segir starfsfólkið ekki ætla að láta þessi vinnubrögð viðgangast.Jón Ragnarsson, húseigandi.Vísir/vilhelm„Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim," segir Árni Hjartarson.Vísir/vilhelmJosé Garcia, eigandi Caruso, ræðir við lögreglumenn.Vísir/vilhelmJose García sæki eigur sínar.Vísir/vilhelm Elfa Hjörleifsdóttir hefur starfað á Caruso í sextán ár. Hún fór til að sækja sína persónulegu muni en fékk ekki alla. Hún segist til dæmis ekki hafa fengið tölvuna sína og fullyrðir að hún hafi verið inni á veitingastaðnum á mánudag. 'Hústaka á Íslandi um hábjartan dag,“ segir Elfa. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og var þar fram eftir degi. Fólkið var að sækja eigur sínar og önnur verðmæti í eigu fyrirtækisins og starfsmanna, sem eigandi hússins læsti inni. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum auk þess þeir ræddu við Jose Garcia, eiganda veitingastaðarins. Starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík er á staðnum til þess að sýna samstöðu, auk þess eru þar fyrrum starfsmenn veitingasaðarins.Uppfært klukkan 11:15. Byrjað er að hleypa starfsfólkinu inn á staðinn. Einum starfsmanni er hleypt inn á staðinn í einu. Þar inni eru lögreglumenn, Jón húseigandi og Jose veitingamaður. Þeir starfsmenn sem hafa farið inn til þessa hafa verið inni á staðnum í um fimm mínútur í senn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar starfsfólki var hleypt inn á staðinn.vísir/vilhelmBlaðamenn Vísis voru á staðnum og ræddu þeir við Árna Hjartason, kokk á Caruso, rétt um ellefu, áður en starfsfólkinu var hleypt inn. Hann var mjög ósáttur við Jón Ragnarsson húseiganda og þykir aðgerðir hans vera hreint út sagt ótrúlegar. „Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim, þeir vaða inn í annarra manna rekstur og virðast bara, miðað við þeirra yfirlýsingar, að ætla að taka þetta yfir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeim dettur í hug að þeir komist upp með það,“ segir hann og bætir við: „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma. Ganga frá matvælum og öðrum hlutum sem liggja hreinlega undir skemmdum.“ Árni segir að helst vildu starfsmennirnir geta opnað staðinn aftur hið snarasta: „Og bara fleygja þessum vitleysingum út. Við getum ekki látið menn komast upp með svona.“ Árni segist hafa heyrt af erfiðleikum í samskiptum við Jón húseiganda. „Hann hefur ekki verið sá auðveldasti.“ Þegar hann er spurður hvort að starfsfólkið óttist að það sé búið að tapa vinnunni segir Árni að hann trúi því ekki að menn komist upp með að taka húsnæðið með þessum hætti og segir starfsfólkið ekki ætla að láta þessi vinnubrögð viðgangast.Jón Ragnarsson, húseigandi.Vísir/vilhelm„Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim," segir Árni Hjartarson.Vísir/vilhelmJosé Garcia, eigandi Caruso, ræðir við lögreglumenn.Vísir/vilhelmJose García sæki eigur sínar.Vísir/vilhelm Elfa Hjörleifsdóttir hefur starfað á Caruso í sextán ár. Hún fór til að sækja sína persónulegu muni en fékk ekki alla. Hún segist til dæmis ekki hafa fengið tölvuna sína og fullyrðir að hún hafi verið inni á veitingastaðnum á mánudag. 'Hústaka á Íslandi um hábjartan dag,“ segir Elfa.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00