Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2014 10:27 Húsið er kyrfilega merkt með ártalinu 1892 en þá var það byggt af Jóni Þórðarsyni, kaupmanni. Vísir/GVA Hús veitingastaðarins Caruso að Þingholtsstræti 1 er yfir 100 ára gamalt og var ytra byrði hússins og viðbygging þess friðað árið 2012. Ákveðnar skyldur liggja á herðum eigenda friðaðra húsa varðandi viðhald og viðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur eigandi húsnæðisins ekki sinnt viðhaldi sem skyldi og verið tregur til að reiða af hendi greiðslur vegna viðgerða á húsinu. Húsið, sem er byggt úr steini, var reist árið 1892. Viðbyggingin, sem er tvílyft timburhús, var svo reist árið 1907. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Minjastofnunar um hús Caruso byggði Jón Þórðarson kaupmaður það en fyrir á lóðinni var gamalt timburhús sem hann lét rífa. Árið 1897 stækkaði Jón húsið og fékk það þá þá stærð sem það er í dag. Verslun var á jarðhæð hússins, á næstu hæð voru eldhús og fjögur íbúðarherbergi og á efsta lofti fimm herbergi. Undir öllu húsinu var svo kjallari. Í timburhúsinu sem Jón byggði svo 1907 voru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur. Jón var mikill brautryðjandi í verslunarrekstri og var Verzlun Jóns Þórðarsonar rekin í húsinu fram á 7. áratug síðustu aldar. Caruso hefur svo verið til húsa í Þingholtsstræti 1 síðustu 15 árin. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Hús veitingastaðarins Caruso að Þingholtsstræti 1 er yfir 100 ára gamalt og var ytra byrði hússins og viðbygging þess friðað árið 2012. Ákveðnar skyldur liggja á herðum eigenda friðaðra húsa varðandi viðhald og viðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur eigandi húsnæðisins ekki sinnt viðhaldi sem skyldi og verið tregur til að reiða af hendi greiðslur vegna viðgerða á húsinu. Húsið, sem er byggt úr steini, var reist árið 1892. Viðbyggingin, sem er tvílyft timburhús, var svo reist árið 1907. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Minjastofnunar um hús Caruso byggði Jón Þórðarson kaupmaður það en fyrir á lóðinni var gamalt timburhús sem hann lét rífa. Árið 1897 stækkaði Jón húsið og fékk það þá þá stærð sem það er í dag. Verslun var á jarðhæð hússins, á næstu hæð voru eldhús og fjögur íbúðarherbergi og á efsta lofti fimm herbergi. Undir öllu húsinu var svo kjallari. Í timburhúsinu sem Jón byggði svo 1907 voru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur. Jón var mikill brautryðjandi í verslunarrekstri og var Verzlun Jóns Þórðarsonar rekin í húsinu fram á 7. áratug síðustu aldar. Caruso hefur svo verið til húsa í Þingholtsstræti 1 síðustu 15 árin.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00