Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. desember 2014 19:35 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira