„Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2014 19:29 Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur af bæði samflokksmönnum sínum og republikönum fyrir tilraun hans til að koma á eðlilegum samskiptum við Kúbu. Þessu sögulega skrefi hefur hins vegar verið fagnað víða um heim, meðal annars af íslenskum tónlistarmönnum sem þekkja vel til á Kúbu. Umheiminum var greint frá þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Kúbu í gær og á sama tíma var Bandaríkjamanninum Alan Gross sleppt úr haldi á Kúbu og þremur Kúbverjum á Flórída en allir höfðu mennirnir verið sakaðir um njósnir. Eftir rúmlega fimmtíu ára fjandskap leiddu leynilegar viðræður í Vatíkaninu og í Kanada til þessa ávarps Bandaríkjaforseta í gær: „Breytingar geta reynst okkur og erfiðar bæði sem einstaklingum og þjóð. Og breytingar eru jafnvel enn erfiðari með byrðar sögunnar á herðunum. En í dag gerum við þessar breytingar vegna þess að þær eru það rétta í stöðunni,“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna í ávarpi sínu í gærkvöldi. Já, það „rétta í stöðunni“ sagði Barack Obama. Við tókum hús á Tómasi R. Einarssyni bassaleikara sem var með Erp Eyvindarson rappara í heimsókn en báðir þekkja mjög vel til mála á Kúbu.Hvernig líst þér á þessa breytingu Tómas?„Mér líst alveg rosalega vel á hana og ég vona að þeir hatursmenn Obama nái ekki að hindra að þetta komist svolítið áfram í Bandaríkjunum. Þetta verður gott fyrir bæði Kúbani og Bandaríkjamenn,“ segir Tómas. „Og það sem ég auðvitað vona fyrst og fremst er að þetta komi af stað keðjuverkun sem muni síðan að lokum enda með því að það verði; þetta er rosaleg bjartsýni, eðlileg samskipti. Ekki bara milli Bandaríkjanna og Kúbu heldur Bandaríkjanna og restarinnar af því sem þeir kölluðu alltaf bakgarðinn sinn,“ segir Erpur. Báðir eiga þeir félagar marga vina á Kúbu eftir fjölmargar ferðir sínar þangað og telja að þýða í samskiptum ríkjanna muni auðvelda líf almennings á Kúbu og eru eins og heyra mátti á tali þeir og tónlist hæstánæðir með þessi tíðindi. Erpur rappaði svo fyrir okkur um stöðuna undir bassaleik Tómasar sem sjá má og heyra í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur af bæði samflokksmönnum sínum og republikönum fyrir tilraun hans til að koma á eðlilegum samskiptum við Kúbu. Þessu sögulega skrefi hefur hins vegar verið fagnað víða um heim, meðal annars af íslenskum tónlistarmönnum sem þekkja vel til á Kúbu. Umheiminum var greint frá þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Kúbu í gær og á sama tíma var Bandaríkjamanninum Alan Gross sleppt úr haldi á Kúbu og þremur Kúbverjum á Flórída en allir höfðu mennirnir verið sakaðir um njósnir. Eftir rúmlega fimmtíu ára fjandskap leiddu leynilegar viðræður í Vatíkaninu og í Kanada til þessa ávarps Bandaríkjaforseta í gær: „Breytingar geta reynst okkur og erfiðar bæði sem einstaklingum og þjóð. Og breytingar eru jafnvel enn erfiðari með byrðar sögunnar á herðunum. En í dag gerum við þessar breytingar vegna þess að þær eru það rétta í stöðunni,“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna í ávarpi sínu í gærkvöldi. Já, það „rétta í stöðunni“ sagði Barack Obama. Við tókum hús á Tómasi R. Einarssyni bassaleikara sem var með Erp Eyvindarson rappara í heimsókn en báðir þekkja mjög vel til mála á Kúbu.Hvernig líst þér á þessa breytingu Tómas?„Mér líst alveg rosalega vel á hana og ég vona að þeir hatursmenn Obama nái ekki að hindra að þetta komist svolítið áfram í Bandaríkjunum. Þetta verður gott fyrir bæði Kúbani og Bandaríkjamenn,“ segir Tómas. „Og það sem ég auðvitað vona fyrst og fremst er að þetta komi af stað keðjuverkun sem muni síðan að lokum enda með því að það verði; þetta er rosaleg bjartsýni, eðlileg samskipti. Ekki bara milli Bandaríkjanna og Kúbu heldur Bandaríkjanna og restarinnar af því sem þeir kölluðu alltaf bakgarðinn sinn,“ segir Erpur. Báðir eiga þeir félagar marga vina á Kúbu eftir fjölmargar ferðir sínar þangað og telja að þýða í samskiptum ríkjanna muni auðvelda líf almennings á Kúbu og eru eins og heyra mátti á tali þeir og tónlist hæstánæðir með þessi tíðindi. Erpur rappaði svo fyrir okkur um stöðuna undir bassaleik Tómasar sem sjá má og heyra í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira