Innlent

Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á Twitter.
Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á Twitter. Vísir/AFP
Leikarar og framleiðendur í Hollywood eru óánægðir með ákvörðun kvikmyndahúsa um að sýna ekki myndina „The Interview“ um jólin, en í kjölfarið ákvað Sony að birta myndina ekki. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið eru Ben Stiller, Steve Carrell, Amy Schumer og leikstjórinn Judd Apatow.

Leikararnir segjast hafa áhyggjur af tjáningarfrelsi og hafa áhyggjur af því fordæmi sem Sony er að setja.

Myndin snýst um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að myrða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Yfirvöld þar í landi hafa tekið útgáfu myndarinnar mjög illa, en talið er að stjórnvöld landsins hafi staðið að baki árásinnar sem gerð var á tölvukerfi kvikmyndadeildar Sony í síðasta mánuði.

Hakkararnir hótuðu svo þeim einstaklingum sem myndu sjá kvikmyndina. Sony veitti kvikmyndahúsum leyfi til að hætta við sýningu myndarinnar, sem mörg þeirra gerðu. Í kjölfar þess hætti Sony við að gefa út myndina þann 25. desember næstkomandi.

Fjölmargir sem hafa tjáð sig um ákvörðunina segja hana vera ó-ameríska og að Sony hefði ekki átt að lúffa fyrir hótunum.

Hluta umræðunnar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×