„Viðskiptabannið hefur á allan hátt verið heimskulegt“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2014 22:38 Tómas R. Einarsson tónlistarmaður bendir á að aukin samskipti og meiri ferðalög geti haft óbein áhrif á stjórnarfarið á Kúbu. Vísir/Stefán/Getty „Þetta eru mikil gleðitíðindi. Ég held að þetta gæti haft margt gott í för með sér fyrir alla aðila, segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður um tíðindi dagsins. Sögulegar sættir hafa tekist með stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Kúbu og munu Bandaríkjamenn meðal annars opna sendiráð á Kúbu á næstu mánuðum. Tómas fór fyrst til Kúbu fyrir fjórtán árum síðan og hefur nú níu sinnum sótt eyjuna heim, síðast í síðasta mánuði. „Ég hef verið í upptökuverkefnum, tekið upp tónlist með kúbönskum tónlistarmönnum. Ég er einstaklega heillaður af þeirra tónlist, borginni Havana og því góða fólki sem þar býr. Mér stendur því ekki á sama um hvernig menn hafa það þarna,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Diplómatískur fjandskapur hefur ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld og gerði bandaríska leyniþjónustan ítrekaðar tilraunir á seinni hluta síðustu aldar til að ráða Fidel Castro leiðtoga byltingarinnar á Kúbu, af dögum.Peningasendingar sem forðuðu Kúbönum frá hungursneyðTómas segir að auðvitað eigi menn eftir að sjá hvað muni nákvæmlega koma í kjölfarið, en fyrst þeir ætli að taka upp stjórnmálasamband og auka samskiptin þá munu hlutir fylgja sem muni ekki vera annað en til góðs fyrir alla aðila. Hann segir þó of snemmt að spá nákvæmlega fyrir hvað þetta muni þýða fyrir hinn almenna Kúbana. „Það má rifja upp að þegar Sovétríkin hrundu árið 1992 þá lá við hungurneyð á Kúbu. Það sem forðaði fjölmörgum frá hungursneyð var að ættingjar Kúbana í Bandaríkjunum sendu fé til Kúbu sem hjálpaði til að forða þeim frá þeirri algeru hungursneyð sem þá blasti við. Þetta eru engar smá upphæðir. Á ákveðnum tímabilum síðustu tuttugu árin hafa þessar peningasendingar frá Bandaríkjunum verið helsta gjaldeyristekjulind Kúbana, í það minnsta áður en ferðamennskan komst almennilega á skrið. Það eru í raun svo mikil tengsl milli landanna út frá þessu samfélagi útlægra Kúbana í Bandaríkjunum. Það hafa verið mjög miklar hömlur á þessar peningasendingar og þá ekki síður ferðalögum. Þetta hefur allt verið svolítið erfitt við að eiga. Eitt af því sem nú hefur verið nefnt er að það verði liðkað fyrir þessar peningasendingar.“ Tómas bendir á að sú þróun sem hafi átt sér stað síðustu árin, að menn hafi getað sett upp lítil þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi á Kúbu, megi að stórum hluta rekja til þessara peningasendinga sem hafa verið notaðar til að koma fyrirtækjunum á fót. „Bara þetta að liðka fyrir peningaflutningum og gera hlutina einfaldari mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir hluta af kúbverskum almenningi.“Þörf á erlendum fjárfestingumTómas segir að tíðindi dagsins muni óhjákvæmilega efla ferðamannaiðnaðinn á Kúbu sem þó hefur vaxið mikið síðustu ár. „Þetta hefur verið helsta atvinnugrein þjóðarinnar síðustu ár. Bandaríkjamenn hafa fengið að koma, en það hefur verið undir mjög stífum reglum. Það er ekki orðið ljóst hvort þetta þýði að Bandaríkjamenn fái að fjárfesta í þeim skilningi á Kúbu, en það gæti líka komið kúbönsku samfélagi til góðs. Til þessa hafa það fyrst og fremst verið Spánverjar, Kanadamenn og Brasilíumenn sem hafa verið að fjárfesta á Kúbu. Á seinni árum hafa bandarískir fjárfestar verið að þrýsta á bandarísk stjórnvöld um að fá að taka þátt í fjárfestingum á Kúbu. Þeir hafa haft bundnar hendur og fylgdust með öðrum þjóðum sölsa allt undir sig ef svo má segja. Landið sjálft er í raun mjög fátækt eftir fimmtíu ára sósíalisma. Það vantar fjármagn til mjög margra hluta. Það vantar líka miklu fjölbreyttara atvinnulíf og það fæst ekki nema með erlendum fjárfestingum.“Hefur á allan hátt verið heimskulegtTómas segir að líkt og Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrr í dag þá er búið að prófa þessa einangrunarstefnu Bandaríkjanna í rúmlega fimmtíu ár. „Árangurinn miðað við það sem upphaflega var stefnt að er enginn. Þá er spursmál, á að gera þetta í fimmtíu ár til viðbótar með álíka miklum árangri? Þetta hefur á allan hátt verið svo heimskulegt, hvernig sem menn hafa horft á það. Segjum frá sjónarhóli þeirra sem hafa verið gagnrýnir á stjórnarfar á Kúbu, með fullri ástæðu, þá hefur viðskiptabannið gefið kúbönskum stjórnvöldum endalaus tækifæri til að afsaka allt sitt eigið getuleysi með því að skella skuldinni á viðskiptabannið. Þeir hafa alltaf sagt að ástandið sé svona slæmt þar sem þeir búa við þetta viðskiptabann, sem er náttúrulega ekki nema mjög lítill hluti skýringarinnar. Auðvitað hefur þetta haft einhver áhrif, en síst í þá áttina að gera kúbönsk stjórnvöld að einhverju marki hlynntari almennu málfrelsi. Það hefur aldrei haft þau áhrif en hins vegar gagnast þeim sem afsökun.“ Hann bendir á að aukin samskipti og meiri ferðalög geti haft óbein áhrif á stjórnarfarið á Kúbu. „Ég sá einhvers staðar að Bandaríkjamenn kynnu að koma inn á fjarskiptamarkaðinn á Kúbu. Öll tölvu- og fjarskipamál eru tiltölulega frumstæð á Kúbu. Það segir sig sjálft að eftir því sem fjarskiptamál skána og menn eru í meiri tengslum við umheiminn þá minnka raunveruleg skoðanaleg áhrif einræðisstjórnarinnar á Kúbu. Þú getur þá sótt þér upplýsingar út fyrir fjölmiðla stjórnarinnar. Þá er í raun verið að rýra einræðið, ef svo má að orði komast. Þess vegna finnst mér þessi djarfa ákvörðun Obama og Raul Castro vera mikið fagnaðarefni.“Keflavík – Orlando - HavanaTómas bendir einnig á að þetta sé einnig tækifæri fyrir Obama til að taka djarfa ákvörðun, að hún verði honum til framdráttar og geti haldið nafni hans á lofti. „Varðandi Kúbu þá er þetta líka skýranlegt þar sem síðustu ár hafa þeir notið mikillar velvildar og fjárhagsaðstoðar frá Venesúela. Venesúela hefur hins vegar staðið mjög illa síðustu ár og óvissa verið mikil. Þeir hafa verið aðalbakhjarl Kúbu, svo það hefur alveg pottþétt hjálpað til að Raul taki þessa ákvörðun núna.“ Tómas vonast innilega til þess að innan tveggja ára geti hann flogið til Kúbu í gegnum Bandaríkin. „Það myndi spara mér mikið erfiði. Ef það verða almennar flugferðir milli Bandaríkjanna og Kúbu þá þurfa Íslendingar ekki lengur að fara fyrst til Evrópu og fara svo í tíu tíma flug þaðan. Þetta hefur pirrað mig svo oft þessi afleiðing samskipta Bandaríkjanna og Kúbu, þó að ég sé ekki bara að fagna þessu af prívat ástæðum, nema síður sé. Ég vonast til að geta flogið Keflavík – Orlando – Havana sem allra fyrst.“ Tengdar fréttir Sögulegar sættir Bandaríkjanna og Kúbu Bandarískt sendiráð verður opnað á Kúbu innan fárra mánaða og viðræður teknar upp um formlegt stjórnmálasamband ríkjanna. 17. desember 2014 19:47 Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptum Áætlað er að sendiráð Bandaríkjanna verði opnað í Havana á næstunni. 17. desember 2014 15:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi. Ég held að þetta gæti haft margt gott í för með sér fyrir alla aðila, segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður um tíðindi dagsins. Sögulegar sættir hafa tekist með stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Kúbu og munu Bandaríkjamenn meðal annars opna sendiráð á Kúbu á næstu mánuðum. Tómas fór fyrst til Kúbu fyrir fjórtán árum síðan og hefur nú níu sinnum sótt eyjuna heim, síðast í síðasta mánuði. „Ég hef verið í upptökuverkefnum, tekið upp tónlist með kúbönskum tónlistarmönnum. Ég er einstaklega heillaður af þeirra tónlist, borginni Havana og því góða fólki sem þar býr. Mér stendur því ekki á sama um hvernig menn hafa það þarna,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Diplómatískur fjandskapur hefur ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld og gerði bandaríska leyniþjónustan ítrekaðar tilraunir á seinni hluta síðustu aldar til að ráða Fidel Castro leiðtoga byltingarinnar á Kúbu, af dögum.Peningasendingar sem forðuðu Kúbönum frá hungursneyðTómas segir að auðvitað eigi menn eftir að sjá hvað muni nákvæmlega koma í kjölfarið, en fyrst þeir ætli að taka upp stjórnmálasamband og auka samskiptin þá munu hlutir fylgja sem muni ekki vera annað en til góðs fyrir alla aðila. Hann segir þó of snemmt að spá nákvæmlega fyrir hvað þetta muni þýða fyrir hinn almenna Kúbana. „Það má rifja upp að þegar Sovétríkin hrundu árið 1992 þá lá við hungurneyð á Kúbu. Það sem forðaði fjölmörgum frá hungursneyð var að ættingjar Kúbana í Bandaríkjunum sendu fé til Kúbu sem hjálpaði til að forða þeim frá þeirri algeru hungursneyð sem þá blasti við. Þetta eru engar smá upphæðir. Á ákveðnum tímabilum síðustu tuttugu árin hafa þessar peningasendingar frá Bandaríkjunum verið helsta gjaldeyristekjulind Kúbana, í það minnsta áður en ferðamennskan komst almennilega á skrið. Það eru í raun svo mikil tengsl milli landanna út frá þessu samfélagi útlægra Kúbana í Bandaríkjunum. Það hafa verið mjög miklar hömlur á þessar peningasendingar og þá ekki síður ferðalögum. Þetta hefur allt verið svolítið erfitt við að eiga. Eitt af því sem nú hefur verið nefnt er að það verði liðkað fyrir þessar peningasendingar.“ Tómas bendir á að sú þróun sem hafi átt sér stað síðustu árin, að menn hafi getað sett upp lítil þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi á Kúbu, megi að stórum hluta rekja til þessara peningasendinga sem hafa verið notaðar til að koma fyrirtækjunum á fót. „Bara þetta að liðka fyrir peningaflutningum og gera hlutina einfaldari mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir hluta af kúbverskum almenningi.“Þörf á erlendum fjárfestingumTómas segir að tíðindi dagsins muni óhjákvæmilega efla ferðamannaiðnaðinn á Kúbu sem þó hefur vaxið mikið síðustu ár. „Þetta hefur verið helsta atvinnugrein þjóðarinnar síðustu ár. Bandaríkjamenn hafa fengið að koma, en það hefur verið undir mjög stífum reglum. Það er ekki orðið ljóst hvort þetta þýði að Bandaríkjamenn fái að fjárfesta í þeim skilningi á Kúbu, en það gæti líka komið kúbönsku samfélagi til góðs. Til þessa hafa það fyrst og fremst verið Spánverjar, Kanadamenn og Brasilíumenn sem hafa verið að fjárfesta á Kúbu. Á seinni árum hafa bandarískir fjárfestar verið að þrýsta á bandarísk stjórnvöld um að fá að taka þátt í fjárfestingum á Kúbu. Þeir hafa haft bundnar hendur og fylgdust með öðrum þjóðum sölsa allt undir sig ef svo má segja. Landið sjálft er í raun mjög fátækt eftir fimmtíu ára sósíalisma. Það vantar fjármagn til mjög margra hluta. Það vantar líka miklu fjölbreyttara atvinnulíf og það fæst ekki nema með erlendum fjárfestingum.“Hefur á allan hátt verið heimskulegtTómas segir að líkt og Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrr í dag þá er búið að prófa þessa einangrunarstefnu Bandaríkjanna í rúmlega fimmtíu ár. „Árangurinn miðað við það sem upphaflega var stefnt að er enginn. Þá er spursmál, á að gera þetta í fimmtíu ár til viðbótar með álíka miklum árangri? Þetta hefur á allan hátt verið svo heimskulegt, hvernig sem menn hafa horft á það. Segjum frá sjónarhóli þeirra sem hafa verið gagnrýnir á stjórnarfar á Kúbu, með fullri ástæðu, þá hefur viðskiptabannið gefið kúbönskum stjórnvöldum endalaus tækifæri til að afsaka allt sitt eigið getuleysi með því að skella skuldinni á viðskiptabannið. Þeir hafa alltaf sagt að ástandið sé svona slæmt þar sem þeir búa við þetta viðskiptabann, sem er náttúrulega ekki nema mjög lítill hluti skýringarinnar. Auðvitað hefur þetta haft einhver áhrif, en síst í þá áttina að gera kúbönsk stjórnvöld að einhverju marki hlynntari almennu málfrelsi. Það hefur aldrei haft þau áhrif en hins vegar gagnast þeim sem afsökun.“ Hann bendir á að aukin samskipti og meiri ferðalög geti haft óbein áhrif á stjórnarfarið á Kúbu. „Ég sá einhvers staðar að Bandaríkjamenn kynnu að koma inn á fjarskiptamarkaðinn á Kúbu. Öll tölvu- og fjarskipamál eru tiltölulega frumstæð á Kúbu. Það segir sig sjálft að eftir því sem fjarskiptamál skána og menn eru í meiri tengslum við umheiminn þá minnka raunveruleg skoðanaleg áhrif einræðisstjórnarinnar á Kúbu. Þú getur þá sótt þér upplýsingar út fyrir fjölmiðla stjórnarinnar. Þá er í raun verið að rýra einræðið, ef svo má að orði komast. Þess vegna finnst mér þessi djarfa ákvörðun Obama og Raul Castro vera mikið fagnaðarefni.“Keflavík – Orlando - HavanaTómas bendir einnig á að þetta sé einnig tækifæri fyrir Obama til að taka djarfa ákvörðun, að hún verði honum til framdráttar og geti haldið nafni hans á lofti. „Varðandi Kúbu þá er þetta líka skýranlegt þar sem síðustu ár hafa þeir notið mikillar velvildar og fjárhagsaðstoðar frá Venesúela. Venesúela hefur hins vegar staðið mjög illa síðustu ár og óvissa verið mikil. Þeir hafa verið aðalbakhjarl Kúbu, svo það hefur alveg pottþétt hjálpað til að Raul taki þessa ákvörðun núna.“ Tómas vonast innilega til þess að innan tveggja ára geti hann flogið til Kúbu í gegnum Bandaríkin. „Það myndi spara mér mikið erfiði. Ef það verða almennar flugferðir milli Bandaríkjanna og Kúbu þá þurfa Íslendingar ekki lengur að fara fyrst til Evrópu og fara svo í tíu tíma flug þaðan. Þetta hefur pirrað mig svo oft þessi afleiðing samskipta Bandaríkjanna og Kúbu, þó að ég sé ekki bara að fagna þessu af prívat ástæðum, nema síður sé. Ég vonast til að geta flogið Keflavík – Orlando – Havana sem allra fyrst.“
Tengdar fréttir Sögulegar sættir Bandaríkjanna og Kúbu Bandarískt sendiráð verður opnað á Kúbu innan fárra mánaða og viðræður teknar upp um formlegt stjórnmálasamband ríkjanna. 17. desember 2014 19:47 Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptum Áætlað er að sendiráð Bandaríkjanna verði opnað í Havana á næstunni. 17. desember 2014 15:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Sögulegar sættir Bandaríkjanna og Kúbu Bandarískt sendiráð verður opnað á Kúbu innan fárra mánaða og viðræður teknar upp um formlegt stjórnmálasamband ríkjanna. 17. desember 2014 19:47
Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptum Áætlað er að sendiráð Bandaríkjanna verði opnað í Havana á næstunni. 17. desember 2014 15:57