Fótbolti

Casillas varði vítaspyrnu í annað skiptið á 96 tímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. Vísir/Getty
Iker Casillas varði víti í fyrri hálfleik á undanúrslitaleik Real Madrid og Cruz Azul í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í Marokkó.

Iker Casillas varði víti Gerardo Torrado á 40. mínútu leiksins en áður höfðu þeir Sergio Ramos og     Karim Benzema komið Real í 2-0 í leiknum.

Casillas var þarna að verja vítaspyrnu í öðrum leiknum í röð en hann varði einnig víti í 4-1 sigri á Almería á föstudagskvöldið. Casillas varði þá víti Verza á 62. mínútu en Verza hefði jafnað metin í 2-2 með því að skora úr vítinu.

Casillas hefur þar með varið fimmtán víti í búningi Real Madrid en þetta voru fyrstu vítaspyrnurnar sem hann ver frá árinu 2011. Casillas hafði einu sinni áður varið víti í tveimur leikjum í röð en það gerði hann einnig í september-mánuði ári 2005.

Þessar upplýsingar koma frá hinum magnaða spænska tölfræðingi Alexis Martín-Tamayo.







Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×