Ríkisstjórnin samþykkti í vor að nefnd til að koma með tillögur um hvernig efla megi byggðaþróun og fjárfestingar og fjölga atvinnutækifærum á Norðvesturlandi. Formaður nefndarinnar er Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Stöð 2 að landshlutanefndin sé miklu fremur skemmtinefnd á vegum kaupfélagsstjórans í Skagafirði. Það sem hafi birst grundvallist ekki á neinni hagkvæmni.
Landhelgisgæslan geti auðvitað verið hvar sem er og Skagafjörður sé ekki kjörsvæði rafmagnsveitna, þarna sé framleitt lítið rafmagn. Þetta sé gamansemi og skemmtiefni, framhald á Fiskistofu sem sé fyrst og fremst tilræði við Hafnarfjörð og þingmenn í Suðvesturkjördæmi.