Segja ríkisstjórnina ráðalausa í læknadeilunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2014 10:44 Lausn læknadeilunnar er mikilvægasta verkefni þjóðarinnar, segja formenn stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira