Segja ríkisstjórnina ráðalausa í læknadeilunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2014 10:44 Lausn læknadeilunnar er mikilvægasta verkefni þjóðarinnar, segja formenn stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira