Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2014 12:42 Klippan til vinstri er úr dreifibréfi sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla. Vísir/Ernir Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira