Segir erfitt að sjá hvernig tryggja megi öryggi sjúklinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2014 19:30 Frestun ríflega sjö hundruð skurðaðgerða vegna verkfallsaðgerða lækna kostar Landspítalann um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna. Forstjóri Landspítalans óttast frekari aðgerðir og áhrif þeirra á sjúklinga. Fimmtu lotu verkfallsaðgerða lækna sem staðið hafa síðan í lok október lauk í gær. Aðgerðirnar hafa haft gríðarleg áhrif á heilbrigðiskerfið, sér í lagi á Landsspítalann. Þannig hefur spítalinn þurft að fresta ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarrannsóknum og 3000 dag- og göngudeildarkomur. Kostnaður spítalans vegna þessa er mikill en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir erfitt að meta hann með vissu. „Við vitum það þó að um það bil 350 milljóna kostnaður mun hljótast af því að vinna niður það sem hefur safnast aukalega í aðgerðum sem hafa frestast í verkfallsaðgerðum undanfarna tvo mánuði þannig að það eru um það bil 350 milljónir,“ segir Páll. Læknar hafa boðað hertar verkfallsaðgerðir strax á nýju ári. Páll óttast áhrif þeirra á sjúklingana. „Okkur virðist að það sé í raun og veru óhugsandi að þær verkfallsaðgerðir geti gengið. Það mun hafa slíka röskun á allri starfsemi í för með sér og trufla öryggi,“ segir Páll. Hann segir erfitt að sjá hvernig spítalinn geti tryggt öryggi sjúklinga ef boðaðar verkfallsaðgerðir lækna í janúar verða að veruleika. „Verkfallsaðgerðirnar eru það mikið þyngri þá og ástandið og uppsafnaður vandi orðinn slíkur að það myndi stefna í óefni mjög fljótt,“ segir Páll Matthíasson. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Frestun ríflega sjö hundruð skurðaðgerða vegna verkfallsaðgerða lækna kostar Landspítalann um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna. Forstjóri Landspítalans óttast frekari aðgerðir og áhrif þeirra á sjúklinga. Fimmtu lotu verkfallsaðgerða lækna sem staðið hafa síðan í lok október lauk í gær. Aðgerðirnar hafa haft gríðarleg áhrif á heilbrigðiskerfið, sér í lagi á Landsspítalann. Þannig hefur spítalinn þurft að fresta ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarrannsóknum og 3000 dag- og göngudeildarkomur. Kostnaður spítalans vegna þessa er mikill en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir erfitt að meta hann með vissu. „Við vitum það þó að um það bil 350 milljóna kostnaður mun hljótast af því að vinna niður það sem hefur safnast aukalega í aðgerðum sem hafa frestast í verkfallsaðgerðum undanfarna tvo mánuði þannig að það eru um það bil 350 milljónir,“ segir Páll. Læknar hafa boðað hertar verkfallsaðgerðir strax á nýju ári. Páll óttast áhrif þeirra á sjúklingana. „Okkur virðist að það sé í raun og veru óhugsandi að þær verkfallsaðgerðir geti gengið. Það mun hafa slíka röskun á allri starfsemi í för með sér og trufla öryggi,“ segir Páll. Hann segir erfitt að sjá hvernig spítalinn geti tryggt öryggi sjúklinga ef boðaðar verkfallsaðgerðir lækna í janúar verða að veruleika. „Verkfallsaðgerðirnar eru það mikið þyngri þá og ástandið og uppsafnaður vandi orðinn slíkur að það myndi stefna í óefni mjög fljótt,“ segir Páll Matthíasson.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira