GKJ og GOB í eina sæng - Golfklúbbur Mosfellsbæjar stofnaður í gær 12. desember 2014 16:34 Frá Hlíðavelli í Mosfellsbæ. GKJ Í gær var samþykkt með afgerandi meirihluta á félagsfundum Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar að sameina klúbbana tvo undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Ný stjórn fyrir klúbbinn var kosin en í þessum nýja klúbbi eru rúmlega 1200 meðlimir sem munu hafa aðgang að tveimur golfvöllum, Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Guðjón Karl Þórisson var valinn nýr formaður klúbbsins en hann var áður formaður Golfklúbbsins Kjalar. Hann segir í samtali við Vísi að sameiningin sé mikið heillaskref fyrir golfíþróttina í Mosfellsbæ. „Það eru alls konar kostir við að sameina klúbbana en þar má nefna hagræði í rekstri, betri þjónusta við meðlimi, svigrúm til að byggja flott klúbbhús, meiri samkeppnishæfni við aðra klúbba og auðveldari samskipti við bæjaryfirvöld sem hingað til hafa verið öll af vilja gerð til þess að styðja bak við golfið í Mosfellsbæ.“ Golf er í eðli sínu íhaldsöm íþrótt og hefðirnar sem klúbbarnir tveir í Mosfellsbæ hafa skapað í gegn um tíðina margar. Guðjón segist ekki vera hræddur um að þær glatist þótt að af sameiningunni hafi orðið. „Við munum reyna að halda hefðunum sem hafa sérkennt GKJ og GOB í gegn um tíðina ásamt því að skapa nýjar hefðir með nýjum klúbbi. Það hefur verið frábær andrúmsloft í báðum klúbbum hingað til og tækifærin fyrir okkur eru mörg. Það er mikil en spennandi vinna framundan.“ Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í gær var samþykkt með afgerandi meirihluta á félagsfundum Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar að sameina klúbbana tvo undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Ný stjórn fyrir klúbbinn var kosin en í þessum nýja klúbbi eru rúmlega 1200 meðlimir sem munu hafa aðgang að tveimur golfvöllum, Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Guðjón Karl Þórisson var valinn nýr formaður klúbbsins en hann var áður formaður Golfklúbbsins Kjalar. Hann segir í samtali við Vísi að sameiningin sé mikið heillaskref fyrir golfíþróttina í Mosfellsbæ. „Það eru alls konar kostir við að sameina klúbbana en þar má nefna hagræði í rekstri, betri þjónusta við meðlimi, svigrúm til að byggja flott klúbbhús, meiri samkeppnishæfni við aðra klúbba og auðveldari samskipti við bæjaryfirvöld sem hingað til hafa verið öll af vilja gerð til þess að styðja bak við golfið í Mosfellsbæ.“ Golf er í eðli sínu íhaldsöm íþrótt og hefðirnar sem klúbbarnir tveir í Mosfellsbæ hafa skapað í gegn um tíðina margar. Guðjón segist ekki vera hræddur um að þær glatist þótt að af sameiningunni hafi orðið. „Við munum reyna að halda hefðunum sem hafa sérkennt GKJ og GOB í gegn um tíðina ásamt því að skapa nýjar hefðir með nýjum klúbbi. Það hefur verið frábær andrúmsloft í báðum klúbbum hingað til og tækifærin fyrir okkur eru mörg. Það er mikil en spennandi vinna framundan.“
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira