Viðskipti innlent

Grafarvogur fær "nýjan“ pizzustað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton Traustason, Georg Georgiou, Einar Kristjánsson, Gísli Gíslason, Kristján Þór Jónsson og Ólafur Tryggvason.
Anton Traustason, Georg Georgiou, Einar Kristjánsson, Gísli Gíslason, Kristján Þór Jónsson og Ólafur Tryggvason. Mynd/Pizza 67 í Grafarvogi
Pizza 67 mun opna sitt annað útibú á Íslandi í Langarima 21 í Grafarvogi í kvöld. Á sínum tíma voru starfræktir 26 staðir í sex löndum en undanfarin ár hafa þeir verið þrír. Tveir í Færeyjum og einn í Vestmannaeyjum.

Eigendur staðarins eru Anton Traustason, Kristján Þór Jónsson og Ólafur Már Tryggvason. Á Facebook-síðu staðarins kemur fram að síðustu mánuði hafi Geir nokkur Gígja, einn af upprunalegu þróunarstjórum Pizza 67 ásamt Georg Georgiou, leitt teymi í leit að gamla góða bragðinu sem hafi verið við opnun 1992.

„Pizza67 státaði sig á að vera með gæðavörur í sýnum bökum og verður þeim gæðum haldið áfram. Það tók töluverðan tíma að finna rétta hveitið og dusta rykið af leyniuppskriftinni fyrir sósuna, sem og að láta framleiða orginal Pizza67 pepporóníið,“ segir á síðunni.

Gestir og gangandi hafi fengið að smakka síðustu daga og hafa fleiri hundruð manns mætt þrátt fyrir veður.


Tengdar fréttir

Kiddi Bigfoot í pítsurnar

Kristján Þór Jónsson, einnig þekktur sem Kiddi Bigfoot, vekur ásamt Ólafi Tryggvasyni og Antoni Traustasyni pitsustaðinn Pizza 67 til lífsins á nýjan leik á höfuðborgarsvæðinu eftir áralanga fjarveru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×