Viðskipti innlent

Pressan hefur fengið grænt ljós á að hefja yfirtöku á DV

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Björn Ingi mun eiga fundi með hverjum og einum starfsmanni DV á morgun
Björn Ingi mun eiga fundi með hverjum og einum starfsmanni DV á morgun VÍSIR/GVA/ERNIR
Samkeppniseftirlitið hefur veitt eigendum Pressunnar leyfi til að hefja undirbúning yfirtöku á útgáfufélagi DV. Leyfi til þess fékkst í gærkvöldi. Þetta staðfestir Björn Ingi Hrafnsson útgefandi í samtali við Vísi.

Björn Ingi, sem fer fyrir kaupendum DV, mun eiga fundi með hverjum og einum starfsmanni DV á morgun til að fara yfir rekstur fyrirtækisins.

Enn er ekki búið að samþykkja samruna fyrirtækjanna endanlega en Kjarninn segist hafa fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að fyrirtækin geti nú byrjað að samþætta verklag og þjónustu, meðal annars auglýsingasölu.

Björn Ingi segir í samtali við Vísi að upplýst verði um hverjir eru í kaupendahópnum þegar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samrunann. Ákvörðunin sem nú liggur fyrir gefur fyrirheit um að stutt sé þar til það verði samþykkt.


Tengdar fréttir

Björn Ingi kaupir DV

Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×