200 metra hlaupi, þrístökki og kúluvarpi mögulega hent útaf ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 11:30 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira
Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Sjá meira