Sport

Svarti mánudagurinn í NFL-deildinni

Rex Ryan gengur af velli í síðasta sinn sem þjálfari NY Jets.
Rex Ryan gengur af velli í síðasta sinn sem þjálfari NY Jets. vísir/getty
Deildarkeppni NFL-deildarinnar lauk í gær. Dagurinn í dag fór í að reka þjálfari.

Rex Ryan, þjálfari NY Jets, Marc Trestman, þjálfari Chicago Bears, og Mike Smith, þjálfari Atlanta Falcons, eru allir orðnir atvinnulausir.

Jim Harbaugh hætti svo hjá San Francisco 49ers. Framkvæmdastjórar fengu líka að fjúka í gær og mikil vinna framundan hjá mörgum liðum að byggja upp fyrir næsta tímabil.

Uppsagnarhrinunni er þó nær örugglega ekki lokið og fleiri þjálfarar eru sagðir vera mjög tæpir í sínu starfi.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn, Super Bowl, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×